Tíu þúsund fermetra Íslandslíkan í undirbúningi

Hugmynd arkitekta að útliti.
Hugmynd arkitekta að útliti. Teikning/Batteríið arkitektar

Tíu þúsund fermetra Íslandslíkan í þrívídd gæti orðið að veruleika innan tveggja ára ef áform forsprakka hugmyndarinnar ganga eftir.

Rætt er um að það verði staðsett á Leirvogstungumelum í Mosfellsbæ. Hugmyndin er að líkanið geti aukið valkosti ferðamanna á leið um svæðið, ekki síst í dagsferðum frá Reykjavík.

Frumkvæðið kom frá Katli Björnssyni flugvirkja og hefur fyrirtækjaráðgjöf PWC unnið að undirbúningi málsins í samvinnu við hann og áhugasama fjárfesta, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert