2+2 myndi kosta allt að 260 milljarða

Afar kostnaðarsamt er að tvöfalda hringveginn.
Afar kostnaðarsamt er að tvöfalda hringveginn. mbl.is/Helgi Bjarnason

Tvöföldun hringvegarins myndi kosta 200-260 milljarða króna en svokallað 2+1 fyrirkomulag, þar sem tvöföldun yrði í aðra áttina, myndi kosta 130-170 milljarða.

Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns
Samfylkingarinnar, á Alþingi í fyrradag um kostnað við tvöföldun hringvegarins.

Svarið var unnið af Vegagerðinni, en fram kemur í þingskjalinu að um grófa áætlun  sé að ræða þar sem nánari útlistun sé tímafrek. Þá segir að kostnaðartölur séu afar breytilegar og háðar ýmsum breytum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert