Réðst „verulega ölvuð“ á lögreglu

mbl.isKristinn

Hæstiréttur Íslands hefur dæmt konu fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa sparkað í fót lögreglumanns sem var við skyldustörf. Reyndi konan einnig að slá í andlit lögreglumannsins.

Fram kemur í dómi Hæstaréttar að með brotinu hafi konan rofið skilorð samkvæmt eldri dómi og var hann því rekinn upp og henni gerð refsing í einu lagi fyrir brotin. Þá var það virt henni til refsiþyngingar að hún hefur áður verið sakfelld fyrir brot gegn valdstjórninni.

Var refsing konunnar ákveðin fangelsi í átta mánuði, en fullnustu fimm mánaða af refsingunni var frestað skilorðsbundið í tvö ár.

Fram kemur í dómnum að konan hafi streist á móti við handtökuna og virkað í annarlegu ástandi eða verulega ölvuð. Hún hafi verið mjög æst og ruglingsleg í framburði og óskað hafi verið aðstoðar við að flytja hana á lögreglustöð, en þegar þangað var komið var hún óviðræðuhæf.

Dómur Hæstaréttar í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert