Vegir almennt færir fram á kvöld

mbl.is/Gúna

Enn er vel fært víðast norðantil, þræsingur eða snjólítið, en horfur á versnandi færð með kvöldinu. Sérstaklega er hætt við blindu á fjallvegum. Norðanátt með snjókomu gengur yfir svæðið en enn er lokað fyrir umferð á Siglufjarðarvegi og um Ólafsjarðarmúla þar sem snjóflóð féllu á vegi.

Snjóflóðahætta er talin er vera töluverð á norðanverðum Vestfjörðum og mikil á utanverðum Tröllaskaga þar sem mikið hefur snjóað og snjór er óstöðugur samkvæmt vef Veðurstofunnar. Snjóflóðin sem féllu voru af stærðinni 2 og 2,5 sem eru ekki stór en geta verið hættuleg fólki og umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert