Í athugun að telja holur humarsins

Til að ákvarða aldur humra er meðal annars reynt að …
Til að ákvarða aldur humra er meðal annars reynt að telja vaxtarbönd í magakvörn og lofa niðurstöðurnar góðu.

Hafrannsóknastofnun fór nýlega af stað með verkefni þar sem kortlögð verða áhrif veiðarfæra á humarslóð.

Þá er til skoðunar að hefja talningu á holum humarsins á helstu veiðisvæðum til að afla betri upplýsinga um þéttleika og lífshætti hans við landið, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Humar hefur átt undir högg að sækja síðustu ár og nýliðun verið léleg. Veikir, yngri árgangar munu innan fárra ára bera veiðarnar uppi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert