Rúmlega 20 þúsund leikskólabörn árið 2014

Kátir krakkar af leikskólanum Miðborg.
Kátir krakkar af leikskólanum Miðborg. mbl.is/Golli

Rúmlega 20 þúsund heilsdagsígildi voru í leikskólum á Íslandi árið 2014. Hafði börnum á leikskóla þá fjölgað um 2% frá því árið á undan.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í Tíðindum, tímariti Sambands sveitarfélaga á Íslandi, sem kom út í nóvember.

Í tölfræðiupplýsingum sem þar eru framsettar má sjá ýmsar tölur um rekstrarkostnað leikskóla í landinu. Fram kemur að heildarrekstrarkostnaður var 31,6 milljarðar króna þegar ekki er tekið tillit til innri leigu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert