Fákeppnin neytendum dýr

Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins segir að verð á bílaeldsneyti sé hærra …
Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins segir að verð á bílaeldsneyti sé hærra hér á landi en í flestum öðrum vestrænum ríkjum. mbl.is/Golli

„Þarna er komið með ábendingar í anda þess sem við höfum haldið fram á liðnum árum, að fákeppnin hafi leitt af sér óeðlilega hátt eldsneytisverð til almennings, sem er mjög alvarlegt. Við væntum þess að markaðurinn bregðist sem fyrst við.“

Þetta segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, um frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn. Þar er því m.a. haldið fram að dregið hafi úr samkeppni í sölu á bifreiðaeldsneyti á síðustu árum, að álagning á bifreiðaeldsneyti í smásölu sé óeðlilega há og að olíufélögin samhæfi hegðun sína með þegjandi samhæfingu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Runólfur ljóst að þessi fákeppnismarkaður sé neytendum dýr og í þessari rannsókn komi vísbending um að markaðurinn hér sé ekki að skila hagstæðasta verði til almennings, nema síður sé.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert