Gera upp gamlan reit á Laugavegi

Verið er að byggja fjórðu hæðina ofan á bakhúsið. Hótelíbúðir …
Verið er að byggja fjórðu hæðina ofan á bakhúsið. Hótelíbúðir verða í húsinu. Mbl.is/Baldur Arnarson

Fyrirtækið Icewear er að færa út kvíarnar á hótelmarkaðnum og byggir nú 8 lúxusíbúðir á Laugavegi 1 sem eru ætlaðar í skammtímaleigu til ferðamanna.

Ágúst Þór Eiríksson, eigandi Icewear, segir stefnt að því að opna íbúðahótelið í mars. Um er að ræða bakhús, en á sömu lóð er gamla Vísishúsið sem snýr að Laugavegi.

Ágúst Þór er bjartsýnn um rekstur íbúðahótelsins og bendir á að nú sé mikil eftirspurn eftir slíkum íbúðum í miðborg Reykjavíkur.

Nánar er fjallað um málið i Morgunblaðinu í dag.

Leiðrétting kl. 11.15: Ágúst Þór var sagður heita Ásgeir Þór og hefur það hér með verið leiðrétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert