Hagræðing borgar undirbúin

Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Reykjavíkurborg ætlar að hagræða í rekstri sínum á næsta ári um 1,8 milljarða króna, líkt og fram kom í aðgerðaáætlun um sparnað næstu tvö árin í rekstri borgarinnar sl. fimmtudag.

Skóla- og frístundasviði er ætlað að hagræða á næsta ári um 670 milljónir króna, velferðarsviði um 412 milljónir króna og umhverfis- og skipulagssviði er ætlað að hagræða um 172 milljónir á næsta ári.

Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, var í gær spurður hvernig velferðarsviðið ætlaði að ná fram þeirri hagræðingu sem krafist er: „Við vitum hvert umfangið er og við erum búin að kortleggja hvernig vinnu okkar verður háttað á næstunni. En það eru ekki komnar á blað hjá okkur ákveðnar aðgerðir eða tillögur,“ segir Stefán í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert