Lögðu blómsveig að leiði Jóns

Stúdentar or rektor HÍ gengu í snjónum frá Háskóla Íslands …
Stúdentar or rektor HÍ gengu í snjónum frá Háskóla Íslands að leiði Jóns Sigurðssonar.

Stúdentar létu ekki snjókomu stöðva sig þegar þeir héldu fullveldisdaginn hátíðlegan við Háskóla Íslands í dag. Dagskráin riðlaðist lítillega vegna veðurs en stúdentar héldu í hefðina og gengu nú síðdegis að leiði Jóns Sigurðssonar og lögðu þar blómsveig.

Stúdentaráð HÍ stóð að dagskránni, en fulltrúar stúdenta og rektor HÍ komu saman við leiðið. 

Hátíðarhöld fóru einnig fram á Háskólatorgi en þar flutti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarp. 

Frá árinu 1922 hafa stúdentar haldið fullveldisdaginn hátíðlegan. Hátíðarhöldin breytast frá ári til árs en hefð hefur skapast fyrir því að fullveldisdagurinn er hátíðisdagur stúdenta. Ár hvert hafa mismunandi málefni verið höfð í forgrunni, fyrstu árin var það bygging Stúdentagarða, en síðar voru þau landsmál sem helstu brunnu á stúdentum hverju sinni höfð í forgrunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert