Skíðavertíðin hefst brátt

Búið er að opna skíðalyftur fyrir börn og byrjendur í …
Búið er að opna skíðalyftur fyrir börn og byrjendur í borginni. Það styttist í opnun lyftanna í Bláfjöllum ef spár um áframhaldandi snjókomu rætast. Þar er búið að opna brautir fyrir gönguskíðafólk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spáð er snjókomu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Gangi sú spá eftir gæti mögulega snjóað nóg til þess að hægt verði að opna einhverjar skíðalyftur í Bláfjöllum í þessari viku eða byrjun þeirrar næstu.

„Okkur vantar aðeins meiri snjó til að geta opnað,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, í Morgunblaðinu í dag. „Við vonum að við getum undirbúið brekkurnar og opnað sem fyrst.“

Hann taldi í gær að minna hefði snjóað fram að því í Bláfjöllum en í sjálfri borginni. Reynt er að festa þann snjó sem fellur með troðurum.

Búið er að opna skíðalyftur fyrir börn og byrjendur í …
Búið er að opna skíðalyftur fyrir börn og byrjendur í borginni. Það styttist í opnun lyftanna í Bláfjöllum ef spár um áframhaldandi snjókomu rætast. Þar er búið að opna brautir fyrir gönguskíðafólk. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert