Aldrei meiri snjór í desember

Þessi mynd var tekin á laugardag en þá mældist snjódýptin …
Þessi mynd var tekin á laugardag en þá mældist snjódýptin 32 cm. Í morgun mældist snjódýptin 42 c. mbl.is/Gúna

Snjódýptin í Reykjavík mældist 42 sentímetrar klukkan níu í morgun og hefur ekki mælst meiri í desember frá því mælingar hófust.

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að fyrra metið er síðan árið 2011 þegar 29. desember mældist 33 cm snjódýpt í höfuðborginni.

Það stefnir því jafnvel í að snjódýptarmetið í Reykjavík geti fallið síðar í vikunni en núgildandi met er síðan 18. janúar 1937 er snjódýptin mældist 55 cm. 

Til samanburðar mældist snjódýptin á laugardagsmorguninn 32 cm í Reykjavík en í dag er hún 10 cm meiri eða 42 cm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert