Strætóferðum aflýst

Strætó
Strætó mbl.is/Hjörtur

Búast má við því að flestar ferðir strætisvagna á Suðurlandi falli niður eftir klukkan 12 vegna slæmrar veðurspár. Eins verður ferð strætó til Akureyrar flýtt.

„Farþegar eru vinsamlega beðnir um að hafa í huga að Almannavarnir eru að beina því til fólks á höfuðborgarsvæðinu að vera ekki úti að óþörfu eftir kl. 17:00. Búast má við röskun á leiðakerfi okkar á höfuðborgarsvæðinu sökum veðurs, farþegar eru vinsamlegast beðnir að fara varlega og fylgjast vel með fréttum af gangi máli en við gerum okkur allra besta til að upplýsa sem allra fyrst um gang mála,“ segir á vef Strætó.

Veðrið versnar fyrst syðst á landinu upp úr hádegi með vaxandi vindi og blindu. Aftakaveður þar síðdegis og eins austur með ströndinni, 30-35 m/s og hviður um og yfir 60 m/s. Á veginum austur fyrir fjall tekur að hvessa um kl. 15 með vaxandi skafrenningi og síðar ofankomu. Um svipað leyti á Kjalarnesi. Almennt bætir mjög í vind á landinu síðdegis og til að byrja með einkum kóf vegna skafrennings, en síðar bætist ofankoma við. Austanlands sérstaklega eru horfur á mikilli snjókomu í kvöld en hlánar þó þar á láglendi, segir í tilkynningu veðurfræðings Vegagerðarinnar.

Mjög hált undir Eyjafjöllum

Það er hálka á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum líkt og á flestum vegum á Suðurlandi. Krýsuvíkurvegur er ófær og Suðurstrandarvegur einnig en verið er að moka hann. Flughálka er undir Eyjafjöllum.

Hálka er á velflestum vegum á Vesturlandi og sumstaðar skafrenningur. Þó er þæfingur í Álftafirði á Snæfellsnesi og Útnesvegur er ófær.

Hálka og snjóþekja er á Vestfjörðum en á Ströndum eru vegir hins vegar að miklu leyti ófærir en unnið er að mokstri.

Hálka er víðast hvar á Norðurlandi og sumstaðar skafrenningur. Vegurinn um Hólasand er ófær.

Það er ófært bæði á Breiðdalsheiði og Öxi en annars er nokkur hálka á flestum vegum bæði á Austur- og Suðausturlandi.

Leið 51: frá Höfn kl. 11:55 að Hvolsvelli fellur niður vegna veðurs. 

               frá Mjódd kl. 13:00 mun einungis aka að Hvolsvelli sé veður til, nánari athugun þegar nær dregur. 
               
Leið 52: kl. 07:10 frá Mjódd mun einungis aka að Hvolsvelli og þaðan tilbaka. Herjólfur siglir ekkert í dag.

Leið 56: vegna veðurspár mun vagninn fara í stað 15:35.

Leið 57: frá Mjódd kl. 09:00 fer til Akureyrar.

Vagninn sem fer frá Akureyri kl. 10:15 heldur áleiðis til Reykjavíkur en búast má við því að vagninn komist ekki lengra en Borgarnes sökum veðurspár, farþegar hafi það í huga áður en ferðalagið hefst. 
Seinni ferðir dagsins, frá Akureyri kl. 16:20 og frá Mjódd kl. 17:30, falla niður sökum veðurs.

Leið 58: Morgunferðin verður farin, seinnipartsferðin fellur niður sökum veðurs. 

Leið 59: Fellur niður í dag sökum veðurs. 

Leið 82: Frá Grundarfirði kl. 07:44 er áætlun, seinnipartsferðin fellur niður sökum veðurs.

mbl.is

Innlent »

Rafmagnslaust fyrir austan

Í gær, 23:44 Rafmagnslaust er á Egilsstöðum og Héraði. Að sögn fréttaritara mbl.is á Egilsstöðum er þar allt svart. Einu ljósin sem sjást eru frá flugvellinum og sjúkrahúsinu en gera má ráð fyrir að í þeim tilvikum sé keyrt á varaafli. Meira »

Kaup og viðgerðir kosta 7.516 milljónir

Í gær, 23:09 Það mun kosta Orkuveitu Reykjavíkur 7.516 milljónir króna, sjö og hálfan milljarð, að kaupa og lagfæra höfuðstöðvar félagsins. Þetta kemur fram í minnisblaði fjármálstjóra Reykjavíkurborgar sem lagt var fyrir borgarráð í dag. Meira »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

Í gær, 21:50 Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðahlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

Norðanhvassviðri og éljagangur

Í gær, 21:11 Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs. Meira »

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

Í gær, 20:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið. Meira »

„Búið að vera gaman allan tímann“

Í gær, 20:30 Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Meira »

Sagði Svein saklausan og á flótta

Í gær, 19:07 Þorgils Þorgilsson, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hafi lögreglan haft þá óra að um handrukkun hafi verið að ræða. Meira »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

Í gær, 19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Forsetaframbjóðandi á Bessastöðum

Í gær, 18:50 „Við hjónin hittumst og áttum gott spjall um lífið og tilveruna og hin ýmsu mál samfélagins,“ segir Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Meira »

Holtavörðuheiði lokuð í dag

Í gær, 18:22 Aðgerðum lögreglu er lokið á Holtavörðuheiði en þrír slösuðust þar fyrr í dag þegar sjö bílar lentu í árekstri. Þeir sem slösuðust voru fluttir á á sjúkra­húsið á Akra­nesi eða á heilsu­gæslu­stöðina í Borg­ar­nesi en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg. Meira »

Hafa upplýsingar um fleiri tilfelli

Í gær, 18:01 „Þetta er umfangsmikið mál,“ sagði Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karl og kona voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 6. desember vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi. Meira »

Svikahrappar senda fölsk fyrirmæli

Í gær, 17:08 Landsbankinn varar á heimasíðu sinni við svikahröppum sem senda út falska tölvupósta. Fram kemur í frétt á vef bankans að hrapparnir sendi fölsk fyrirmæli til starfsfólks fyrirtækja um að millifæra fé á erlenda bankareiknina. Á þessu hefur borið undanfarna daga. Meira »

„Þetta voru ákaflega vímaðir menn“

Í gær, 16:37 Mönnunum tveimur sem réðust á fimm ára barn í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar síðdegis í gær hefur verið sleppt. Þeir voru yfirheyrðir í dag en ekki þótti ástæða til að krefjast þess að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald. Meira »

„Voru þetta mistök hjá höfundunum?“

Í gær, 16:07 „Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Meira »

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

Í gær, 15:45 Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira »

Snjónum kyngir niður á Hólum

Í gær, 16:17 Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

Í gær, 15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

Ræningjunum sleppt úr haldi

Í gær, 15:39 Þremenningunum, sem réðust á mann á sjötugsaldri á heimili hans í vesturhluta Kópavogs á þriðjudagskvöld, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Lögregla mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem höfðu fartölvu og yfirhafnir með sér úr húsi mannsins. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - HOLIDAY: 4 we...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
Armbönd
...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...