Vilja 102 Reykjavík

Samþykkt var tillaga Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, á fundi borgarráðs í dag um að póstnúmerinu 101 verði skipt í tvennt og Vantsmýrin fái póstnúmerið 102. Tekið var þó fram á fundinum að málið heyrði undir póstnúmeranefnd Íslandspósts hf.

„Vísað er til hjálagðs bréfs sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar þar sem færður er nánari rökstuðningur fyrir því að í ljósi umfangs póstnúmers 101, landfræðilega og m.t.t. til byggingarmagns og uppbyggingar framundan, sé tímabært að skipta póstnúmerinu upp í tvennt. Lagt er til að sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102 og að mörk við póstnúmer 107 og 105 haldist óbreytt,“ segir ennfremur í fundargerðinni.

Lagt var til að erindið yrði sent til umsagnar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Icelandair, Knattspyrnufélagsins Vals, Valsmanna hf., hverfisráðs Vesturbæjar og Prýðifélagsins Skjaldar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert