Maður lést í slysi á Suðurlandsvegi

Fjölmennt björgunarlið var á vettvangi. Suðurlandsvegi var lokað í um …
Fjölmennt björgunarlið var á vettvangi. Suðurlandsvegi var lokað í um tvær klukkustundir svo að langar biðraðir til beggja átta mynduðust. mbl.is/Árni Sæberg

Eldri maður lést í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi nærri Lögbergsbrekku við Gunnarshólma, skammt ofan við Reykjavík, síðdegis í gær.

Þrennt var í bílunum og var fólkið flutt á slysadeild, en í gærkvöldi fengust ekki nánari upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem lifðu af.

Rannsóknarvinna lögreglu á vettvangi og annað starf tók um tvær klukkustundir eða fram til klukkan 18. Þá hafði lögregla snúið ökumönnum í austurátt við á Norðlingaholti í Reykjavík og eystra og var Þrengslavegi og Hellisheiðinni lokað við Hveragerði. Á þessum stöðum beið fjöldi fólks og langar biðraðir mynduðust.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver tildrög slyssins voru. Alls hafa 13 látist í umferðinni það sem af er árinu, en voru fjórir í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert