Stofnkostnaður orðinn 5,4 milljarðar

„Nýr“ Herjólfur kominn að bryggju í Landeyjahöfn. Vegagerðin gerir líkantilraunir …
„Nýr“ Herjólfur kominn að bryggju í Landeyjahöfn. Vegagerðin gerir líkantilraunir með lagfæringar á höfninni í tilraunastöðinni í Kópavogi. mbl.is/Styrmir Kári

Stofnkostnaður við Landeyjahöfn frá árinu 2007 nemur alls um 5,4 milljörðum króna. Kostnaður við sanddælingu frá því höfnin var opnuð, alls tæpir 2 milljarðar kr., er bókfærður hjá ríkinu sem stofnkostnaður og er því inni í upphæðinni.

Landeyjahöfn var tekin í notkun um mitt ár 2010. Í lok þess árs var stofnkostnaðurinn 3,5 milljarðar króna. Síðan hefur bæst við kostnaður við lokafrágang og sanddælingu, 300 til 600 milljónir króna á ári, að því er fram kemur í umfjöllun um rekstur hafnarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Ráðist hefur verið í óvenjumikla dýpkun í ár, sérstaklega svokallaða viðhaldsdýpkun. Í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns kemur fram að dælt hefur verið upp 770 þúsund rúmmetrum af sandi. Þar af hefur fyrirbyggjandi dýpkun numið 350 þúsund rúmmetrum og viðhaldsdýpkun 420 þúsund rúmmetrum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert