Óbreytt afstaða Íslands

Makrílafurðir hafa lækkað um 20 til 25 prósent.
Makrílafurðir hafa lækkað um 20 til 25 prósent. mbl.is/Árni Sæberg

Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir óbreytta afstöðu Íslands til viðskiptaþvingana ESB og Bandaríkjanna í garð Rússlands kosta íslenskan sjávarútveg átta til 12 milljarða á ársgrundvelli.

Evrópusambandið samþykkti á föstudag að framlengja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum um sex mánuði og segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra það þýða óbreytt ástand hvað varðar Ísland.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Kolbeinn makrílafurðir hafa lækkað um 20 til 25 prósent frá því Rússar svöruðu viðskiptaþvingunum gegn sér með innflutningsbanni á matvælum landa er standa að þvingununum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert