30-40 metrar á sekúndu

Í dag hvessir af austri og um leið hlánar á láglendi. Undir Eyjafjöllum og í Öræfum má gera
ráð fyrir snörpum vindhviðum eða 30-40 m/s frá klukkan 12:00 til 13:00 og áfram í kvöld og nótt, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum en hálka er á flestum öðrum leiðum á Suðurlandi.

Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi er hálka eða hálkublettir og skafrenningur er nokkuð víða. Á Kleifaheiði á Vestfjörðum er þó þæfingsfærð og skafrenningur.

Hálka eða snjóþekja og éljagangur er nokkuð víða á Norðausturlandi og Austfjörðum. Snjóþekja er frá Fáskrúðsfirði að Höfn.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát á Meleyri við Breiðdalsvík vegna vatnsskemmda.

Hálka eða hálkublettir eru á köflum með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert