Bíða geðmats á Íslendingnum

Frá Stavanger í Noregi.
Frá Stavanger í Noregi. Ljósmynd/Norden.org

Gæsluvarðhald yfir rúmlega tvítugum íslenskum karlmanni sem grunaður er um að hafa beitt tveggja ára dreng alvarlegu ofbeldi í Noregi í lok október á síðasta ári hefur verið framlengt um fjórar vikur. Beðið eftir niðurstöðu geðmats sem gert var á manninum.

Í svari við skriflegri fyrirspurn mbl.is til lögreglunnar í Noregi kemur fram að ákveðið hafi verið á mánudag að framlengja gæsluvarðhald yfir manninum um fjórar vikur og sætir hann því gæsluvarðhaldi út janúarmánuð. Þegar niðurstaða geðmats berst lögreglu mun saksóknari ákveða hvort maðurinn verði ákærður.

mbl.is ræddi við Unni Byberg Malmin, saksóknara lögreglunnar í Stavanger í Noregi, í nóvember og þá kom fram að lögregla teldi að drengurinn hefði bæði verið beittur ofbeldi á heimili sínu og utan þess. Ekki fengust upplýsingar um áverka drengsins.

Stavanger Aftenblad greindi frá því að í nóvember á síðasta ári að  maðurinn væri grunaður um um að hafa beitt tveggja ára dreng ofbeldi með þeim afleiðingum að hann þurfti að leggjast inn á sjúkrahús.

Maðurinn er ekki faðir drengsins en samband var á milli móður drengsins og mannsins. Utanríkisráðuneytið aðstoðaði foreldra barnsins er málið var á byrjunarstigi og fólst sú aðstoð aðallega í því að afla upplýsinga um málið.

Fréttir mbl.is um málið: 

Drengurinn útskrifaður af sjúkrahúsi

Fórnarlambið tveggja ára drengur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert