Flugstjóraskortur í kjölfar fjöldaráðninga

AFP

Icelandair og WOWair réðu á milli 80 og 90 flugmenn á síðasta ári og er skortur á íslenskum reynslumiklum flugmönnum í sjónmáli, m.a. í innanlandsfluginu þar sem flugfélög hafa þurft að leita flugstjóra utan landsteinanna.

Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir að áætla megi að aukning stöðugilda hjá íslensku flugfélögunum nemi á milli 30 og 40 prósentum á síðastliðnum fimm árum. Aukningin helst í hendur við fjölgun áætlunarflugleiða millilandaflugfélaganna en 600-700 flugmenn eru skráðir í Félag íslenskra atvinnuflugmanna. Flugmenn WOWair eru ekki í félaginu.

„Ef þetta heldur áfram sem horfir, þá hafa flugskólarnir ekki undan. Það liggur alveg fyrir,“ segir Hafsteinn en flugvélaframleiðendur á borð við Airbus og Boeing hafa í mörg ár spáð flugmannaskorti.

Fóru yfir í millilandaflugið

Að sögn Hafsteins er farið að glitta í flugmannaskort á heimsvísu, m.a. hér á Íslandi þar sem Flugfélagið Ernir hefur þurft að leita flugstjóra utan Íslands. Í vetur hafa átta flugmenn farið frá félaginu, margir yfir í millilandaflug, og segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, að búið sé að manna aðstoðarflugmannsstöðurnar og sumar flugstjórastöður, en enn vanti upp á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert