Fleiri koma ekki til hjálpar

mbl.is/Ómar

„Sumir eru tilbúnir að snúa við og kanna aðstæður, aðrir ekki. Það er vond tilfinning að fá neitun hjá fólki,“ segir Elva Björnsdóttir, varðstjóri hjá Neyðarlínunni, en það hefur færst verulega í vöxt á seinni árum að fólk tilkynni Neyðarlínunni slys eða umferðaróhöpp án þess að veita aðstoð á vettvangi og aki jafnvel í burtu. Hefur fólk m.a. borið við tímaskorti, slæmu veðri eða að það sé með börn í bílnum hjá sér.

Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Blönduósi, segir þetta geta haft alvarlegar afleiðingar og sé í raun brot á lögum.

Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir það hafa komið sér óþægilega á óvart hvað svona tilvik séu orðin mörg.

Rifjar hann upp eitt dæmi þess þegar fullorðinn maður ók bíl sínum út í tjörn utan þjóðvegar. Lá hann þar meðvitundarlaus en fjöldi ökumanna ók framhjá án þess að aðhafast, taldi manninn látinn. Loks þegar einn kom honum til aðstoðar varð ljóst að svo var ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka