Tundurdufli eytt: Myndskeið

Sprengju­sér­fræðing­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar tóku myndskeið af því þegar þeir sprengdu tund­ur­dufl í Álftaf­irði í fyrradag. Hvell­ur­inn berg­málaði þris­var í fjöll­un­um og stór gíg­ur myndaðist í fjörusand­in­um en ekki er óalgengt að tundurdufl finnist á þessum slóðum.

Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í morgun en að sögn Sigurðar Ásgrímssonar, sprengjusérfræðings, hefur tundurduflið líklega legið í sandinum í fjörunni lengi. Jafnvel um áratugaskeið en það er að öllum líkindum frá því í síðari heimsstyrjöldinni þegar mikið magn af tundurduflum var dreift í hafið umhverfis landið.

Mikilvægt er að fólk hafi varann á sér rekist það á tundurdufl og láti Landhelgisgæsluna vita. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert