Ástand fuglastofna við Tjörnina óviðunandi

Vegfarendur við Tjörnina eru duglegir að gefa fuglunum brauð. Það …
Vegfarendur við Tjörnina eru duglegir að gefa fuglunum brauð. Það er þó bannað á varptíma. Til skoðunar er að setja upp sjálfsala með andafóðri. mbl.is/Golli

Ástand fuglastofna Reykjavíkurtjarnar er óviðunandi og ekki í samræmi við mikilvægi fuglanna fyrir borgarbúa.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu tveggja fuglasérfræðinga um fuglalíf við Tjörnina, ástand og aðgerðir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinnu í dag.

Ólafur K. Nielsen og Jóhann Óli Hilmarsson tóku skýrsluna saman en hún var rædd á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær. Í skýrslunni fagna þeir hins vegar því frumkvæði sem borgaryfirvöld stóðu fyrir á vormánuðum 2014 og 2015 með andarungaeldi við Tjörnina. Með því hafi verið stutt við hnignandi stofna og hvetja þeir borgina til að halda áfram á sömu braut og að ráðinn verði sérstakur eftirlitsmaður til að sjá um umhirðu Tjarnarfuglanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert