Landaði fyrstu loðnu ársins

Polar Amaroq landaði fyrstu loðnu ársins.
Polar Amaroq landaði fyrstu loðnu ársins. Ljósmynd/Hákon Ernuson

Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq landaði fyrstu loðnu ársins í Neskaupstað sl. laugardag. Afli skipsins var 710 tonn af frosinni loðnu og um 30 tonn af fráflokkaðri sem fór í mjöl- og lýsisvinnslu. Aflinn fékkst í trollhólfinu norðaustur af Langanesi og gekk veiðiferðin vel að sögn Halldórs Jónassonar skipstjóra.

<a href="http://svn.is/index.php?option=com_content&amp;view=article&amp;id=892:polar-amaroq-medh-fyrstu-lodhnu-arsins&amp;catid=111&amp;Itemid=100103">Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar. </a>

Að löndun lokinni hélt Polar Amaroq á ný til veiða sl. laugardagskvöld. Síldarvinnslan hafði samband við Geir Zoëga skipstjóra í dag og lét hann vel af sér. „Siglt var á sömu slóðir og í fyrri túrnum og við tókum eitt tveggja tíma hol í gær og fengum um 400 tonn. Síðan hafa menn verið að frysta og það hefur gengið vel. Þetta er góð loðna og það flokkast sáralítið frá. Þegar við komum á miðin var mikið af loðnu að sjá og allt morandi í hval. Það er mjög líflegt um að litast,“ sagði Geir að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert