Fyrsti loðnufarmur ársins á Þórshöfn

Norska skipið Svanaug Elise landaði farminum.
Norska skipið Svanaug Elise landaði farminum. mbl.is/Líney

Fyrsti loðnufarmur ársins á Þórshöfn barst á land í nótt og var þá mannskapur hjá Ísfélaginu ræstur á vakt. Um lítið magn var að ræða, rúm 70 tonn en um 50 tonn fara í frystingu.

Það var norska skipið Svanaug Elise sem landaði þessum farmi og kom skipið inn með litlum  fyrirvara, einkum vegna brælu á miðunum og tiltölulega stutt sigling var til Þórshafnar.

Svona lítið magn er ekki lengi í vinnslu, aðeins ein vakt svo starfsfólkið ætti að ná nokkrum klukkustundum í svefn áður það byrjar næstu næturvöku sem fer reyndar ekki fram í vinnslusal Ísfélagsins heldur í félagsheimilinu þar sem Þorrinn er blótaður og dansað fram á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert