Hálka víðast hvar

Hálka er á flestum vegum á Vestfjörðum en sums staðar …
Hálka er á flestum vegum á Vestfjörðum en sums staðar snjóþekja mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka eða hálkublettir  víða á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vesturlandi er víða nokkur hálka en á Svínadal er þó snjóþekja og éljagangur. Hálka er á flestum vegum á Vestfjörðum en sums staðar snjóþekja. Þæfingur er á Þröskuldum og Ennisháls er þungfær.

Það snjóar víða á Norðurlandi og þar er hálka eða snjóþekja á vegum, sumstaðar þæfingur eða jafnvel þungfært en hreinsun stendur yfir. Hólasandur er ófær.

Snjókoman teygir sig inn á Austurland og þar er t.a.m. ofankoma bæði á Fjarðarheiði og Oddsskarði. Hálka er inn til landsins en talsvert autt niðri á Fjörðum. Vatnsskarð eystra er þungfært eins og er.

Hálka er á Hringveginum á Suðausturlandi en þungfært niður í Meðalland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert