Nám fyrir framúrskarandi nemendur

Hulda Birna Baldursdóttir.
Hulda Birna Baldursdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Gert er ráð fyrir að kennsla á tækni- og vísindabraut, nýrri námsbraut við Tækniskólann – skóla atvinnulífsins, hefjist í haust.

Brautin er ætluð framúrskarandi nemendum sem hafa áhuga á krefjandi námi og verður það hugsanlega í samstarfi við háskóla og fyrirtæki.

Kennt verður samkvæmt lotukerfi. Hverri námsönn verður skipt upp í þrjár til fjórar lotur og eitt fag tekið fyrir í einu. „Við viljum fá til okkar nemendur sem eru framúrskarandi hæfir,“ segir Hulda Birna Baldursdóttir, verkefnastjóri nýju brautarinnar, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert