Slæmt veður á Vestfjörðum

Sigurður Bogi Sævarsson

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka eða hálkublettir víða á Suðurlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Víða er einnig nokkur hálka á Vesturlandi en á Vestfjörðum er veður slæmt og er þannig til að mynda orðið ófært um Klettsháls. Þá er þæfingur og stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði og Gemlufallsheiði. Skafrenningur, snjóþekja eða hálka er á flestum öðrum leiðum.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi og éljagangur mjög víða á Norðausturlandi. Þungfært er um Dettifossveg. Á Austurland er hálka eða hálkublettir en él við ströndina. Hálka eða hálkublettir eru á Suðausturlandi frá Höfn og áfram suður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert