Hagræða um 1.780 milljónir í Reykjavík

Frá ráðhúsi Reykjavíkur.
Frá ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðauki við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 sem miðar að sjálfbærum rekstri borgarinnar var samþykktur í borgarstjórn Reykjavíkur í dag. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar er vísað í inngang að fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 2016 þar sem segir að áhersla verði á sjálfbæran rekstur borgarsjóðs þar sem tekjur eru í samræmi við útgjöld.

Ennfremur sé hófstillt hagræðingarkrafa  leiðarljós borgarstjórnar í þeirri vinnu sem framundan er við að útfæra sparnað, þar sem megináhersla verði á að draga saman útgjöld miðlægrar starfsemi og stjórnunar. 

Í samræmi við fjárhagsáætlun verður heildarkrónutalan sem hagrætt verður fyrir 1.780 milljónir af um 98 milljarða króna rekstri eða 1,82%.

Nákvæma sundurliðun á því hvernig hagræðingin mun skiptast má finna á vef Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert