Ferðum Baldurs flýtt vegna veðurs

Breiðafjarðarferjan Baldur.
Breiðafjarðarferjan Baldur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs verður flýtt á morgun 4. febrúar í ljósi veðurspár. Þannig fer ferjan af stað klukkan 10:00 um morguninn frá Stykkishólmi í stað þess að fara klukkan þrjú.

Ennfremur verður farið klukkan 13:00 frá Brjánslæk aftur til Stykkishólms en ekki klukkan 18:00.

Sæferðir í Stykkishólmi sjá um ferjuna Baldur sem gengur yfir Breiðafjörð milli Brjánslækjar á Barðaströnd og Stykkishólms á Snæfellsnesi með viðkomu í Flatey á Breiðafirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert