49 mm féllu í Neskaupstað

Gömul mynd frá Neskaupstað
Gömul mynd frá Neskaupstað Helgi Bjarnason

Þjóðvegur 1 frá Eyjafjöllum og  að Hvalsnesi er lokaður, einnig eru flestar leiðir lokaðar á Vestfjörðum og meira og minna allar leiðir fyrir norðan Holtavörðuheiði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Austanstormur eða -rok með snjókomu eða skafrenning norðan- og austanlands framan af morgni, en lægir síðan og rofar til, nema á Vestfjörðum þar sem veðrið gengur ekki niður fyrr en í kvöld. Sunnan- og vestanlands verður fremur hæg suðlæg átt og dálítil él í dag. Mikil úrkoma féll á Austfirði í nótt, mest 49 mm í Neskaupsstað, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Á morgun er spáð austan- og norðaustankalda með éljum á víð og dreif, en heldur hvassara á Vestfjörðum. Ekki sér fyrir enda á vetrarveðrinu og fer hiti heldur lækkandi næstu daga.

Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Hálka er á Sandskeiði, á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi. 

Á Vesturlandi er snjóþekja á flestum leiðum en þó er þungfært á Vatnaleið og lokað á Fróðárheiði. Ófært er á norðanverðu Snæfellsnesi og þæfingsfærð á sunnanverðu Snæfellsnesi og verið að hreinsa. Ófært er á Bröttubrekku og Svínadal en lokað á Holtavörðuheiði.

Flestar leiðir á Vestfjörðum eru ófærar og beðið með mokstur vegna veðurs.

Snjóþekja og snjókoma er í Húnavatnssýslum en annars eru flestar leiðir á Norður og Austurlandi ófærar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert