Ákærður fyrir hættulega líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Ríkissaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð 14. nóvember árið 2014 fyrir utan veitingastaðinn English pub við Austurvöll. Er maðurinn ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glerglasi í andlitið, en við það brotnaði glasið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut 1 sentímetra langan skurð við efri vör og mar á tannholdi.

Talsverðan tíma tók að birta manninum stefnuna, en hann er búsettur á Grænlandi. Þingfesting þess átti að fara fram í janúar en var vegna þessa frestað fram í apríl.

Auk ákæru ríkissaksóknara fer brotaþoli fram á að ákærða verði gert að greiða um 750 þúsund í miskabætur ásamt vöxtum og verðbótum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert