Ríkharði birtur dómur í Lögbirtingablaðinu

Ríkharð er búsettur í Danmörku samkvæmt Þjóðskrá og þar sem …
Ríkharð er búsettur í Danmörku samkvæmt Þjóðskrá og þar sem ekki hefur náðst í hann var dómurinn birtur í Lögbirtingarblaðinu. Ljósmynd/Norden.org

Ríkissaksóknari birtir í Lögbirtingarblaðinu í gær dóm yfir Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni sem var dæmdur til að sæta fangelsi í þrjú ár og tvo mánuði, þar af þrjú ár skilorðsbundið, í fyrra en ekki hefur tekist að birta honum dóminn.

Samkvæmt þjóðskrá er hann búsettur í Danmörku og var meðal annars litið til þess við ákvörðun refsingar að hann hafi snúið við  blaðinu, hætt neyslu og flutt til Danmerkur með fjölskyldu sinni þar sem hann stundi vinnu og nám.

Fimm dómar á sex árum

Um var að ræða dóm fyrir ofbeldi gagnvart manni á heimili hans í Kópavogi en sá sem fékk þyngsta dóminn er Kristján Markús Sívarsson.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að Ríkharður sé fæddur árið 1978. Samkvæmt sakavottorði hans hefur honum fjórum sinnum áður verið gerð refsing, það er áður en síðasti dómur yfir honum féll:

1) Þann 31. ágúst 2009 var hann dæmdur í fangelsi í tvö ár óskilorðsbundið fyrir að íkveikju, akstur undir áhrifum fíkniefna og fjársvik.

2) Þann 24. maí 2011 var hann dæmdur til greiðslu sektar fyrir brot á umferðarlögum og sviptur ökuréttindum.

3) Þann 27. október 2011 var hann dæmdur í fangelsi í þrjú ár og 6 mánuði fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa reynt að neyða fé út úr manni með því að hóta að beita hann og nána vandamenn hans ofbeldi, svipta hann frelsi sínu og beita hann líkamlegu ofbeldi ef hann útvegaði þeim ekki kr. 10.000.000 í reiðufé, ferðatölvu, tvo flatskjái, tvö mótorhjól og bifreið. Jafnframt var hann dæmdur fyrir vörslu fíkniefna. Þann 5. febrúar 2014 var honum veitt reynslulausn í tvö ár á eftirstöðvum refsingar, 500 daga.

4) Þann 17. apríl 2015 var Ríkharð dæmdur í fangelsi í tvö ár og 6 mánuði fyrir rán, sérstaklega hættulega líkamsárás, hótanir og frelsissviptingu.

Þegar dómurinn, þrjú ár og tveir mánuðir, þar af þrjú ár skilorðsbundið, var kveðinn upp yfir Ríkharð 20. júlí í fyrra var það metið honum til refsilækkunar að afleiðing af háttsemi Ríkharðs í líkamsárás hans gegn brotaþola virðist ekki hafa verið mikil eða varanleg.

Þá skildu Ríkharð og félagar hans eftir þá muni sem þeir rændu í Smiðjuvegsmálinu og brotaþoli hefur fallið frá kröfu um tjón á innbúi og lausafé.

Eins að Ríkharð hafi nú gerbreytt öllum háttum sínum. Hann sé hættur allri neyslu og fluttur utan þar sem hann stundi vinnu og nám með fjölskyldu sinni.

Jafnframt var litið til þess að brotaþoli bar í sinni skýrslu fyrir dómi að Ríkharður hafi reynt að stöðva Kristján Markús í líkamsmeiðingum og hafi á brotavettvangi beðið brotaþola afsökunar á framferði sínu.

DV fjallaði fyrst um málið í gær en þar kemur fram að Ríkharð hafi flúið til Danmerkur 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert