Tæta tölvur í boði /sys/tra

Keppendur spreyta sig á þrautinni í fyrra.
Keppendur spreyta sig á þrautinni í fyrra.

Keppt verður í svokölluðum tölvutætingi í Hörpu á morgun en keppnin er hluti af op­inni dag­skrá UT­mess­unn­ar. Í tölvutætingi fá þátttakendur safn af tölvuhlutum sem þeir eiga að setja saman í starfhæfa tölvu og koma henni í gang. Sá þátttakandi sem er fyrstur til að kveikja á tölvunni vinnur.

Fyrir keppninni standa fyrirtækið Promennt og /sys/tur, sem er fé­lag kvenna inn­an tölv­un­ar­fræðideild­ar Há­skól­ans í Reykja­vík. Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir formaður /sys/tra segir í samtali við mbl.is að töluverð aðsókn hafi verið í keppnina í fyrra.

Kláraði keppnina á tveimur mínútum

Gert var ráð fyrir að það tæki keppendur um 20 til 30 mínútur að setja tölvuna sína saman. Annað kom á daginn.

„Einhver snillingur kom og kláraði þetta á tveimur mínútum. Hann var væntanlega einhver atvinnumaður og ég er hrædd um að hinir keppendurnir hafi ekki veitt honum mikla samkeppni.“

Það kann að koma einhverjum á óvart að samsetning tölva er ekki kennd í tölvunarfræðináminu. Tölv­un­ar­fræði hefur þannig verið sögð snúast jafn­mikið um tölv­ur og stjörnu­fræði snýst um sjón­auka.

„Við lærum náttúrulega um þetta allt í skólanum, hvaða hlutverki hver partur gegnir og hvernig hann vinnur, en maður er kannski ekki mikið að snerta á þessu,“ segir Sigurlaug.

Til mikils að vinna

Keppnin er opin öllum á aldrinum 15 til 25 ára og hefst klukkan 15 í Norðurljósum. Til klukk­an 14 verður hægt að skrá sig til leiks í bás­um Promennt og /sys/​tra. Klukk­an 14 verður svo dregið úr pott­i þar sem í ljós kemur hverjir fjórir fái að taka þátt.

Skjáir vísa út til áhorf­enda svo þeir geti fylgst með og hvatt sitt fólk áfram og séð „live“ hver vinn­ur. Til mikils er að vinna en sig­ur­veg­arinn hlýt­ur gjafa­bréf frá Promennt á nám­skeið í tölvuviðgerðum að verðmæti 139.000 kr.

Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir formaður /sys/tra.
Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir formaður /sys/tra.

Vitundarvaking um að auka þurfi hlut kvenna

Sigurlaug segir að sífellt fleiri stelpur sæki um í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík.

„Mín tilfinning er sú að það sé að verða vitundarvakning um nauðsyn þess að auka hlut kvenna í upplýsingatækni. Bæði skólar og fyrirtæki virðast hafa mikinn áhuga á að fjölga konum, enda eru margir kostir fólgnir í því. Eftir því sem umræðan verður meiri og fleiri fyrirmyndir koma fram, þá held ég að náum að laga þann kynjahalla sem óneitanlega er í faginu í dag.

Konur eru nú um fjórðungur nemenda í tölvunarfræði við HR en aðeins fyrir nokkrum árum var hlutfallið meira en helmingi minna. Sigurlaug segir jákvæðar breytingar vera að eiga sér stað

Allir velkomnir á UTmessuna

„Það er okkar markmið í /sys/trum, að fá konur til að líta á þetta fag sem raunverulegan og eðlilegan valkost. Við viljum líka hvetja fleiri konur til að sækja um störf í þessum geira. Ég hef fulla trú á því að þetta sé að breytast til betri vegar.“

Á bás /sys/tra í Norðurljósum verður hægt að fikta í tölvum og fylgihlutum, tæta og setja saman. Leiðbeinendur verða á básnum til að fræða gesti um vélbúnað tölvunnar og aðstoða við fiktið.

Allir eru velkomnir á UTmessuna en dagskrá hennar er tvíþætt. Í dag fer fram fagráðstefna og á morgun opnar sýning fyrir alla fjölskylduna. Þá opnar tæknigeirinn upp á gátt og býður almenningi að koma og sjá það helsta sem er að gerast í tæknigeiranum dag.

mbl.is

Innlent »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Ekki verið yfirheyrður um helgina

16:10 Erlendur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa veitt konu á fimmtugsaldri áverka á Hagamel á fimmtudagskvöld, sem leiddu til dauða hennar, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Meira »

Íslendingar í eldlínunni í Barcelona

15:49 Reykjavík er heiðursgestur á listahátíðinni La Merce sem fram fer í Barcelona nú um helgina. Hópur íslenskra listamanna er samankominn í borginni ásamt starfsmönnum menningarsviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »

Vestfirðingum gæti fjölgað um 900

15:50 Yrði 25 þúsund tonna laxeldi leyft við Ísafjarðardjúp gæti það skapað 260 ný störf á um áratug og um 150 afleidd störf til viðbótar. KPMG telur að íbúaþróun myndi snúast við og áætlar að fjölga myndi um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki. Meira »

Framsókn í Norðaustur stillir upp á lista

14:39 Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi höfnuðu rétt í þessu tillögu stjórnar um að velja frambjóðendur á lista með tvöföldu kjördæmisþingi, líkt og gert verður í Norðvesturkjördæmi, að fram kemur á vef RÚV. Ákveðið var að stilla frekar upp á lista. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...