Minjar varðveitast betur í sjó

Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur.
Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur. Kristinn Ingvarsson

Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur segir neðansjávarminjar betur á sig komnar en minjar í landi en hann hefur stundað köfun í sjónum við Ísland undanfarin ár.

„Oft hefur verið litið svo á að engar minjar séu í sjónum við landið, þær eyðileggist svo hratt, en niðurstaða þessarar rannsóknar og annarrar rannsóknar sem ég er með neðansjávar benda á hinn bóginn til að varðveisla sé mun betri en menn hafa gert sér grein fyrir. Raunar betri en menn eiga að venjast í landi. Við Dvergastein er til dæmis skipsflak frá því um 1900 og heilu hvalbeinakirkjugarðarnir í kringum hvalveiðistöðvarnar. Allar tegundir; steypireyður, hnúfubakur, langreyður og svo framvegis. Þannig að efniviðurinn er mikill, bæði fornleifa- og líffræðilega. Þetta er ótrúlega spennandi“ segir Ragnar.

Rannsóknin sem Ragnar vísar til snýst um hvalveiðar Norðmanna við Ísland seint á nítjándu öld. Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Hryggjarliður úr stórhveli á hafsbotni.
Hryggjarliður úr stórhveli á hafsbotni. Erlendur Bogason
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert