Durek og Vantrú takast á

Seiðkarlinn Sham­an Durek
Seiðkarlinn Sham­an Durek

Seiðkarlinn Sham­an Durek olli miklu fjaðrafoki þegar hann kom til Íslands á síðastliðnu ári en heimsókn hans vakti upp miklar umræður um óhefðbundnar lækningar. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Durek er Vantrú, en á heimasíðu þeirra er hann sakaður um að vera svikahrappur og fólk varað við því að láta plata sig. 

Durek er staddur á Íslandi um þessar mundir og ætlar að svara fyrir sig. Þriðjudaginn 9. febrúar fara fram umræður á Kex Hostel milli Shaman Durek og Brynjars Arnars Ellertssonar sem ræðir við Durek fyrir hönd Vantrúar. Skipuleggjendur lofa málefnalegum umræðum og er það fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason sem stýrir umræðunum.

Shaman Durek hefur að eigin sögn starfað víða um heim og aðstoðað Hollywood stjörnur, kóngafólk forstjóra stórfyrirtækja og fleira. Meðal afreka sem hann hefur talið upp í viðtölum eru að lækna krabbamein og vekja fólk upp úr dái

Einhverjir eiga erfitt með að trúa staðhæfingum Durek og gagnýnir Vantrú hann harðlega. Segir félagið hann misnota og féfletta sjúklinga

Lesa má um þetta og margt annað sniðugt og skemmtilegt sem framundan er í vikunni á viðburðavef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert