Lík Guðmundar Geirs ófundið

Þá hafa lík einnig fundist tveimur mánuðum og allt að …
Þá hafa lík einnig fundist tveimur mánuðum og allt að tveimur árum síðar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Engin skipulögð leit hefur verið gerð að líki Guðmundar Geirs Sveinssonar sem talinn er hafa fallið í Ölfusá við Selfosskirkju að kvöldi jóladags eða snemma aðfaranótt annars í jólum. Að sögn lögreglu hafa ákveðnir staðir verið kannaðir af og til en aðstæður við ána eru erfiðar vegna mikils klaka á bökkum hennar.

Þegar menn hafa fallið í ána hafa lík þeirra oftast fundist fljótlega, sama dag eða degi síðar, að sögn lögreglu. Þá hafa lík einnig fundist tveimur mánuðum og allt að tveimur árum síðar. Hafi Guðmundur Geir fallið í ána við kirkjuna er talið líklegast að líki hans skoli að landi við vesturbakka árinnar, eða til móts við flugvöllinn.

Björgunarsveitir leituðu að líki mannsins 10. janúar sl. Leitað var á bökkum árinnar, siglt eftir henni og ósi hennar, fjörur voru keyrðar og drónar notaðir til að leita í ósnum og á Kaldaðarnesi.

Frétt mbl.is: Aftur leitað í Ölfusá

Frétt mbl.is: Guðmundur Geir talinn af

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert