Óvenjuleg aðgerð við höfnina

Flutningaskipið Rolldock Storm kom til hafnar með óvenjulegan fram, Galilei …
Flutningaskipið Rolldock Storm kom til hafnar með óvenjulegan fram, Galilei 2000 sanddæluskipið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flutningaskipið Rolldock Storm sökk um 12 metra við bryggju að Skarfabakka í morgun en það var gert svo hægt yrði að sigla sanddæluskipinu Galilei 2000 frá borði skipsins. En Rolldock Storm sigldi með Galilei frá Trinidad og tók siglingin um hálfan mánuð. Galilei verður notað við dælingar í Landeyjarhöfn.

Flutningaskipið Rolldock Storm kom til hafnar með óvenjulegan fram, Galilei …
Flutningaskipið Rolldock Storm kom til hafnar með óvenjulegan fram, Galilei 2000 sanddæluskipið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rolldock Storm er 151.54 metrar að lengd og 25.43 metar að breidd. Vegur skipið um 15.382 tonn og er með djúpristu upp á 13.26 metra.  Skipið er notað sem flutningarskip og var smíðað árið 2014.

Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sagði í viðtali við Morgunblaðið að hér sé tvímælalaust um óvenjulegan flutning að ræða. „Það hafa verið fluttir inn smærri bátar með hefðbundnum flutningaskipum en þetta er óneitanlega sérstakt, bæði flutningaskipið og farmurinn,“ segir Gísli, sem telur óhætt að fullyrða að Galilei sé stærsta skipið sem flutt hafi verið með öðru skipi hingað til lands.

Flutningaskipið Rolldock Storm kom til hafnar með óvenjulegan fram, Galilei …
Flutningaskipið Rolldock Storm kom til hafnar með óvenjulegan fram, Galilei 2000 sanddæluskipið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Galilei er 83,5 metra langt, 14 metra breitt og ristir fullhlaðið 4,45 metra. Það er smíðað árið 1979 og gert út af belgíska fyrirtækinu Jan De Nul. Fyrirtækið hefur verið með samning við Vegagerðina um dýpkun Landeyjahafnar og er þetta í annað sinn sem það sendir dýpkunarskip hingað til lands. Taccola var að störfum í höfninni sl. haust en því var siglt til Íslands vegna verkefnisins. Jan De Jul stóð að flutningnum hingað á Galilei 2000.

Flutningaskipið Rolldock Storm kom til hafnar með óvenjulegan fram, Galilei …
Flutningaskipið Rolldock Storm kom til hafnar með óvenjulegan fram, Galilei 2000 sanddæluskipið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar, segir dýpkunarskipið væntanlega geta hafið sanddælingu í Landeyjahöfn eftir um tvær vikur, eða þegar standsetningu þess verður lokið. Mun Galilei dæla upp sandi í og við höfnina en ekki liggur fyrir hve langan tíma það mun taka.

Flutningaskipið Rolldock Storm kom til hafnar með óvenjulegan fram, Galilei …
Flutningaskipið Rolldock Storm kom til hafnar með óvenjulegan fram, Galilei 2000 sanddæluskipið. mbl.is/Eggert Jóhannesson



Flutningaskipið Rolldock Storm kom til hafnar með óvenjulegan fram, Galilei …
Flutningaskipið Rolldock Storm kom til hafnar með óvenjulegan fram, Galilei 2000 sanddæluskipið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert