Hálka og él á Reykjanesbraut

Hálka og éljagangur er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka og hálkublettir eru á Suðurlandi. Hálka og éljagangur er einnig á Reykjanesbraut og á Reykjanesi.

Hálka er á Vesturlandi og Vestfjörðum og sumstaðar snjóþekja og éljagangur.

Það éljar eða snjóar á Norðurlandi og þar er snjóþekja eða hálka víðast hvar. Snjóþekja og þoka er á Öxnadalsheiði. Þungfært og skafrenningur er á Hólasandi. Ófært er á Hálsum og Hófaskarði.

Á  Austurlandi er ófært á Fjarðarheiði, Fagradal og Vatnsskarði eystra og beðið með mokstur, annars er snjóþekja og hálka víða á vegum og snjókoma. Þæfingur er á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Hróarstunguvegi.

Með ströndinni suðaustanlands er þæfingsfærð en þungfært er á Breiðamerkursandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert