Síminn kveður krónur og aura

Síminn tekur ekki lengur við reiðufé.
Síminn tekur ekki lengur við reiðufé. mbl.is/Kristinn

Viðskiptavinir Símans geta ekki lengur greitt með reiðufé reikninga fyrirtækisins í Ármúla eins og áður. Þess í stað þurfa viðskiptavinir fyrirtækisins að fara í banka og greiða þar.

„Síminn hefur kvatt seðla og krónur, en þó einungis þegar kemur að uppgjöri reikninga á skrifstofu félagsins,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símanns, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hjá Vodafone fengust þær upplýsingar að enn væri hægt að greiða reikninga með seðlum og krónum hjá þeim. Mjög fáir viðskiptavinir nýttu sér það úrræði enda flestir reikningar orðnir rafrænir. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á þessu fyrirkomulagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert