Fjarðarheiði ófær

Sigurgeir Sigurðsson

Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en annars er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á Suðurlandi.

Hálka eða hálkublettir eru á Vesturlandi og Vestfjörðum en þó er snjóþekja á Fróðárheiði.

Eins er hálka á flestum aðalleiðum á Norðurlandi en víða snjóþekja á útvegum. Þæfingsfærð er þó um Hólaheiði, Hófaskarð og í kringum Mývatn, þá er ófært á Hólasandi og Mývatnsöræfum en þar er unnið að hreinsun.

Á Austurlandi er þungfært á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og í Jökuldal en verið er að hreinsa. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Oddsskarði og ófært er á Fjarðarheiði en unnið er að opnun. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum.

Með suðausturströndinni er hálka eða snjóþekja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert