Valentínusardagurinn er þúsaldarkynslóðarinnar

Valentínusardagurinn er dagur elskenda.
Valentínusardagurinn er dagur elskenda. EPA

Valentínusardagurinn er dagur elskenda þúsaldarkynslóðarinnar á Íslandi en í Garðheimum hafa einstaklingar undir þrítugu verið meira áberandi en aðrir aldurshópar í dag.

Kaja Gertin Grétarsdóttir, vaktstjóri í Garðheimum, segir að stöðugur straumur karla jafnt sem kvenna hafi verið í versluninni í dag á öllum aldri, þótt áðurnefndur hópur hafi þar spilað stærsta hlutverkið.

Hún telur að aðsóknin í Garðheima sé svipuð í ár og í fyrra, en af Valentínusardagsgjöfum hefur henni þótt vera áberandi vinsæl blóm sem skreytt eru súkkulaði eða fallegum skilaboðum til elskuhugans. Segir hún elskendaskilaboð á blómvöndum eins njóta mikillar hylli á konudaginn.

„Þetta er búið vera jafnt og þétt, aðeins meiri straumur núna seinnipartinn,” segir Kaja í samtali við mbl.is en opið er í Garðheimum til kl. 21 í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert