Hellisheiðin fær á ný

Mbl.is/ Malín Brand

Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði á ný en henni var lokað á tíunda tímanum í gærkvöldi. 

Enn er ófært um einhverjar leiðir á Vestfjörðum. Fært er norður í land en nánari upplýsingar um færð á landinu verða birtar um sjö leytið.

Veðurhorfur næsta sólarhring:

Suðlæg átt 8-15 m/s A-lands með morgninum, annars hægari breytileg átt. Él sunnan- og vestanlands en bjart með köflum um landið norðaustanvert. Frost 0 til 8 stig. Snýst í norðlæga átt 8-15 m/s vestan til undir kvöld og víða él eða snjókoma, en hægari vindur og úrkomulítið austast.
Suðlæg átt 3-10 m/s, víða bjartviðri og talsvert frost á morgun, en hvessir sunnan- og vestanlands annað kvöld með snjókomu.

Á fimmtudag:

Suðlæg átt 3-10 m/s, víða bjartviðri og talsvert frost, en norðlæg átt og dálítil snjómugga á annesjum fyrir norðan í fyrstu. Vaxandi suðaustanátt síðdegis, 8-15 m/s og snjókoma S- og V-lands um kvöldið og heldur hlýnandi.

Á föstudag:
Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur en hvassari suðaustanátt og slydda norðaustantil fram eftir degi. Frost 0 til 7 stig.

Á laugardag:
Norðaustan hvassviðri NV-til, en hægari vindur annars staðar. Snjókoma eða él fyrir norðan, en úrkomulítið sunnan heiða. Talsvert frost.

Á sunnudag:
Útlit fyrir ákveðna norðanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið sunnanlands. Minnkandi frost.

Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir hægan vind og stöku él N- og V-til, annars léttskýjað og kalt í veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert