Sjaldséð álft sást á Tjörninni

Mergð áflta á Tjörninni.
Mergð áflta á Tjörninni. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur lengi fylgst með fuglalífi á Tjörninni í Reykjavík. Nýlega sá hann þar álft sem merkt var með plastmerki og stöfunum LLP.

Í ljós kom að álftin hafði verið merkt á Tjörninni í október 1991. Síðan þá sást hún af og til á Bretlandseyjum, síðast þann 15. mars 2001 á eynni Islay í Innri-Suðureyjum. Svo sagði ekkert af ferðum álftarinnar þar til hún birtist á Tjörninni næstum því 16 árum síðar og orðin 25 ára gömul.

Ólafur og Ólafur Einarsson, líffræðingur og framhaldsskólakennari, merktu álftina sem unga á Tjörninni. Þeir merktu þó nokkuð af álftum á Tjörninni á þessum árum. „Það var ánægjulegt að sjá þennan gamla félaga á lífi og við góða heilsu,“ segir Ólafur K. Nielsen í umfjöllun um Tjarnargest þennan í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert