„Kastað upp í þremur löndum“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að heimsókn hans til Lichtenstein hafi byrjað illa „því er ég loks var kominn á leiðarenda hafði ég kastað upp í þremur löndum og í annarri flugvélinni.“ Þetta skrifar ráðherrann á Facebooksíðu sina. 

Líklega er fall fararheill, því Bjarni tekur síðan fram að hann hafi átt góða fundi í gær, m.a. með forsætis- og fjármálaráðherra landsins. Þar hafi einkum verið rætt um EES-samstarfið og innleiðingu nýs regluverks á fjármálamarkaði. 

Loks greinir Bjarni frá því, að í morgun hafi honum gefist færi á að renna sér nokkrar ferðir með Marco Büchel, sem hafi verið meðal bestu skíðamanna heims á 20 ára atvinnumannsferli.

Heimsókn til Lichtenstein byrjaði illa því er ég loks var kominn á leiðarenda hafði ég kastað upp í þremur löndum og í...

Posted by Bjarni Benediktsson on 24. febrúar 2016



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert