Malbikað undir þéttari flugumferð

Á Keflavíkurflugvelli eru tvær þriggja kílómetra flugbrautir sem liggja í …
Á Keflavíkurflugvelli eru tvær þriggja kílómetra flugbrautir sem liggja í norður-suður og austur-vestur. Endurnýjun hefst í sumar. mbl.is/ÞÖK

Miklar framkvæmdir standa fyrir dyrum við endurnýjun flugbrautanna á Keflavíkurflugvelli, sem fram eiga að fara næsta sumar og sumarið 2017.

Verkið krefst mikils undirbúnings og skipulagningar vegna mikillar og og sívaxandi flugumferðar um alþjóðaflugvöllinn svo ekki verði tafir á flugi eða flugvélar þurfi frá að hverfa á meðan framkvæmdir standa yfir á flugbrautunum.

Flugumferðin um Keflavíkurflugvöll hefur farið ört vaxandi. Í seinasta mánuði voru 5.467 flugtök og lendingar á vellinum, sem er 30,5% aukning frá sama mánuði í fyrra. Á hverjum sólarhring áttu sér því stað að meðaltali 176 flugtök og lendingar á vellinum í janúar. Í fyrra jókst umferð um völlinn mikið frá árinu á undan. Þá voru flugtök og lendingar í millilandaflugi 39.210 talsins og fjölgaði um 15,1% frá árinu á undan. Eru þá ótaldar tugþúsundir flughreyfinga um völlinn vegna flugs innanlands, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert