Ný gerð húsa verður reist á fáum vikum

Drög að útliti húsa á Nýlendureitnum.
Drög að útliti húsa á Nýlendureitnum.

Fjárfestar áforma að reisa um land allt nýja kynslóð einingahúsa sem aðeins tekur nokkrar vikur að reisa. Byrjað verður á svonefndum Nýlendureit í Vesturbæ Reykjavíkur.

Einingarnar koma frá Byko í Lettlandi. Byko hefur m.a. boðið forsniðin rammahús frá Lettlandi, en með samstarfinu við umrædda fjárfesta má segja að fyrirtækið sé að hasla sér völl á nýjum markaði.

Félagið Arwen Holdings hefur verið stofnað um það verkefni að byggja upp Nýlendureitinn. Nýja byggingaraðferðin markar tímamót í uppbyggingu á þéttingarreitum í miðborg Reykjavíkur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert