Uppsagnir hjá Símanum

13 manns var sagt upp hjá Símanum í dag.
13 manns var sagt upp hjá Símanum í dag.

Þrettán manns var sagt upp hjá Símanum í dag í markaðs- og vefdeild fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum er um að ræða áherslubreytingar í rekstri, meðal annars þar sem verkefnum verður fækkað og önnur færast úr húsi.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is eru sjö af hinum þrettán starfsmenn vefþróunarteymis fyrirtækisins. Var það teymi stofnað árið 2013 og voru verkefni þess meðal annars að skipta um heimasíðu og þjónustuvefi. 

„Við sjáum á eftir hæfu starfsfólki. Ákvörðun sem þessi er þung en nauðsynlegt til að verja samkeppnishæfni Símans á markaði. Hún er mikilvægt skref í að lækka rekstrarkostnað og stytta verkferla innanhúss,“ segir Gunnhildur í samtali við mbl.is.

Þetta er önnur uppsögnin hjá Símanum á þessu ári, en í janúar var fjórtán manns sagt upp. Hjá samstæðunni í heild starfa 820 manns, en hjá Símanum sjálfum 530 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert