Farmiðar Strætó í nýjan búning

Jafnframt var gerð breyting á útliti farmiðanna þannig að álfólía …
Jafnframt var gerð breyting á útliti farmiðanna þannig að álfólía er lögð í jaðra miðanna og einnig í merki Strætó, sem er á hverjum miða. Þetta er gert til að auðkenna betur miða sem gilda í vagna Strætó bs. Ljósmynd/Strætó

Þriðjudaginn 1. mars 2016 tók gildi ný gjaldskrá Strætó bs. Samhliða því fengu farmiðar fullorðinna breytt útlit. Áður voru 9 farmiðar í hverri örk, nú verða 20 farmiðar í örkinni.

Jafnframt var gerð breyting á útliti farmiðanna þannig að álfólía er lögð í jaðra miðanna og einnig í merki Strætó, sem er á hverjum miða. Þetta er gert til að auðkenna betur miða sem gilda í vagna Strætó bs.

Afsláttarfarmiðar, sem eru fyrir aldraða og öryrkja, börn og ungmenni eru óbreyttir og halda þeir gildi sínu áfram.

Eldri útgáfa farmiða fullorðinna fellur úr gildi 1. apríl 2016 og frá þeim tíma verða þeir ekki gjaldgengir sem greiðsla í vögnunum. Frá 1. mars til 1. apríl 2016 gilda báðar tegundir fullorðins farmiða sem fargjald til geiðslu í vögnum.

Eftir 1. apríl verður hægt að skipta eldri farmiðum á sölustað Strætó í Mjódd, miða á móti miða, til ársloka 2016. Frá 1. janúar 2017 falla allar eldri útgáfur farmiða fullorðinna alfarið úr gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert