Vegagerðin varar við ísingu

Vegagerðin varar við því að fíngerður úði eða rigning geti myndað varasama ísingu á vegum á láglendi í kvöld og fram á nóttina suðvestan- og vestanlands. Einkum á þetta við um Snæfellsnes, Borgarfjörð, höfuðbogarsvæðið og Suðurnes.

Færð og aðstæður

Það snjóar á Hellisheiði en þar er nú hálka en hálkublettir í Þrengslum. Hálka er einnig á Mosfellsheiði og þar að auki eru hálkublettir á nokkrum útvegum á Suðurlandi.

Á Vesturlandi eru víða hálkublettir en hálka á flestum fjallvegum. Hálka er einnig mjög víða á Vestfjörðum.

Hálka og hálkublettir eru á köflum á Norðurlandi og á einstaka stað skafrenningur.

Það er hálka á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og víða á Austurlandi en autt niðri á fjörðum og með suðausturströndinni að Eldhrauni en þar fyrir vestan eru hálkublettir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert